top of page
Search

M/STUDIO hlaut hæsta verkefnastyrkinn úr Hönnunarsjóði vorið 2020 fyrir MAT verkefnið.

Það er okkur heiður að segja frá því að MAT verkefnið okkar hlaut nýverið hæsta verkefnastyrkinn úr vorúthlutun Hönnunarsjóðs.

Hópmynd á tímum COVID 19 eftir Rán Flygenring


MAT - Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu.

MAT er heildstætt dreifikerfi fyrir matvæli sem versluð eru á netinu. Kerfið er hannað í þeim tilgangi að lágmarka óþarfa dreifingu matvæla, bæta lífsgæði fólks og minnka sóun á matvælum. MAT tengir matvöruverslanir við MAT dreifistöðvar staðsettar fyrir utan vinnustaði og á öðrum fjölförnum stöðum. Tilgangur þess er að spara fólki ferð matvörubúð eftir langan vinnudag og koma þannig í veg fyrir óþarfa magninnkaup.


"Fjármagnið er gríðarlega mikilvægt til þess að koma MAT verkefninu af hugmyndastigi yfir á framkvæmdarstig, við getum ekki beðið eftir því að sjá MAT verkefnið verða að veruleika í náinni framtíð." - Ragna M. Guðmundsdóttir




Comments


bottom of page